AVISTA - UNCUT GREY
Beton Brut sem á rætur sínar að rekja til sjónsteypu, eins og franska nafnið gefur til kynna, er innblásturinn fyrir útlitið á AVISTA flísunum. Hönnunin er fullkomin blanda af hráu útliti og glæsileika sem hentar vel í nútímaleg rými.
AVISTA línan frá IRIS Ceramica kemur í fjórum mismunandi litum og tveimur áferðum. NATURAL PLUS áferðin er fyrir notkun innandyra og ANTISLIP áferðin er fyrir notkun utandyra.
Línan kemur í litunum Brave Black, Raw Brown, Savage White og UNCUT GREY.
Stærðirnar eru eftirfarandi fyrir hvora áferð:
NATURAL PLUS – 6mm þykkt: 100x100 cm.
8mm þykkt: 120x60, 60x60, 60x30 cm.
ANTISLIP – 8mm þykkt: 60x60 cm.
20mm þykkt: 100x100 cm.