VENICE VILLA - VENICE GREEN
Í aldanna rás hefur terrazzo flísin frá Feneyjum áunnið sér orðspor sem ein frumlegasta handverkssköpun Ítalíu. Flísin hefur notið gríðarlegra vinsælda í heima héraðinu Veneto og um heim allan.
VENICE VILLA línan endurskapar þessa hefð út frá nútímalegu sjónarhorni. Frábært úrval lita, en þeir eru 13 talsins, ásamt því að koma í þremur áferðum, NATURAL (R10) eða ómeðhöndlað, POLISHED eða glansandi og STRUCTURED (R11) eða með hrjúfri áferð sem er notuð utandyra.
Litirnir eru White, Zink, Silver, Grey, Ivory, Earth, Beige, Graphite, Coral, GREEN, Pink, Yellow og Blue.
Þykktin á flísunum er 10mm.
Stærðirnar eru eftirfarandi fyrir hverja áferð:
NATURAL – 120x60, 60x60 cm.
POLISHED – 120x60, 60x60 cm.
STRUCTURED – fæst ekki í þessum lit.
Athugið að stærðirnar geta verið mismunandi eftir litum.